Author Archives: Þorsteinn Sæmundsson

Nordic Geoscientist Award – Framlengdur skilafrestur ágripa

Sælir kæru félagsmenn

Líkt og undanfarin ár verða veitt verðlaun í tengslum við Vetrarmót Norrænna Jarðfræðinga sem nefnast NORDIC GEOSCIENTIST AWARD

Félagsmönnum gefst tækifæri til að tilnefna einstakling sem hefur samfara starfi sínu verið ötull að miðla þekkingu sinni til samfélagsins. Slíkar tilnefningar eiga að sendast á formann viðkomandi jarðfræðafélags fyrir 1 nóvember næstkomandi.

Hér eru nánari upplýsingar teknar af heimasíðu vetrarmótsins.  http://2dgf.dk/foreningen/33rd-nordic-geological-winter-meeting/

 

NORDIC GEOSCIENTIST AWARD

The Nordic Geoscientist Award will be presented every second year in connection with the Nordic Winter Meeting. The Award will be granted to a Nordic geoscientist who has, in the course of his/her career, been strongly involved in the society around us, as well as in specific fields in the geosciences.

All members of the Nordic geological societies can propose candidates. A proposal should comprise ca. 500 words. A jury, consisting of the leaders of each Nordic geological society and the directors of each Nordic geological survey, will consider the proposals and prepare a written statement on its decision on the Award.

The prize will consist of a framed diploma and an engraved plate of stone. The winner will be invited to hold a plenary lecture at the Winter Meeting in connection with presentation of the Award.

All proposals should be sent to the president of the Geological Society in your country by 1 November 2017.

The Nomination committee:
Presidents of the Geological Societies

  • Þorsteinn Sæmundsson, Geological Society of Iceland
  • Pär Weihed, Geological Society of Sweden
  • Mia Kotilainen, Geological Society of Finland
  • Janka Rom, Geological Society of Norway
  • Karen Hanghøj, Geological Society of Denmark

 

Við viljum einnig benda á að skilafrestur ágripa hefur verið framlengdur til 29 október. Sjá http://us12.campaign-archive.com/?u=43544088b0f7dd936180e030b&id=de2f21d0ab

Vorferð / aðalfundur JFÍ 2013

Kæri félagi

Við viljum minna þig á vorferð félagsins sem verður næstkomandi laugardag 20. apríl. Ferðinni er heitið í Hvalfjörðinn þar sem Hvalfjarðarmegineldstöðin verður skoðuð undir leiðsögn Kristjáns Sæmundssonar og Sigurðar Garðars Kristinssonar. Lagt verður af stað frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands klukkan 9:30 og komið heim á skikkanlegum tíma, sem er um 17:00. JFÍ greiðir fyrir rútuna en þátttakendur sjá sjálfir um nesti. Félagsmönnum er frjálst að taka með sér gesti og skráning sendist til Sigurlaugar (sillamaj@gmail.com) í síðasta lagi á fimmtudag 18. apríl. Þátttakendum er bent á að klæða sig eftir veðri og taka góða skapið með sér.

Við viljum einnig minna á áður auglýstan aðalfund félagsins sem fer fram mánudaginn 22. apríl klukkan 19:30 í Öskju.

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

Kl 19:30 – 20:30
Aðalfundur JFÍ

1. Ársskýrsla 2012
2. Endurskoðaðir reikningar félagsins fyrir árið 2012
3. Kosning stjórnar Jarðfræðafélags Íslands
4. Kosið um þrjá endurskoðendur reikninga (aðal- og varamenn)
5. Önnur mál

Kaffi og konfekt

20:30 – 21:30
Fyrirlestur Dr. Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings við Háskóla Íslands.

Fjölgeislamælingar, jarðsjár, kjarnar og korn?
Ný tæki á Jarðvísindastofnun og möguleikar sem þau bjóða uppá í rannsóknum á jarðfræði Íslands.

Ármann Höskuldsson mun fjalla um nýjan tækjabúnað Jarðvísindastofnunar og rannsóknarmöguleika sem skapast hafa með tilkomu hans. Ármann mun einnig greina frá niðurstöðum verkefna sem unnin hafa verið með þessum tækjabúnaði. Einnig verður hluti búnaðarins til sýnis.

Spjall og léttar veitingar

Surtsey 50 ára afmælisráðstefna í ágúst 2013

Ágætu kollegar

Surtseyjarfélagið ásamt fleiri aðilum standa að 50 ára afmælis- og vísindaráðstefnu Surtseyjar í Reykjavík dagana 12. – 15. ágúst
2013. Um verður að ræða opna, alþjóðlega ráðstefnu. Undirbúningur er vel á veg kominn og hefur 2. kynningarbréf (2nd Circular) verið sent út. Opnað var fyrir skráningu á ráðstefnuna þann 15. febrúar og mun forskráning á afsláttargjaldi standa til 1.5 apríl. Síðustu forvöð til að senda inn útdrátt (Abstract) er 1.
maí. Allar upplýsingar um ráðstefnuna má nálgast í gegnum heimasíðu Surtseyjarfélagsins (
www.surtsey.is) og í 2. kynningarbréfi (sjá viðhengi).

Þótt aðalefni ráðstefnunnar verði umfjöllun um eldfjallaeyjar þá verður sjónarhornið víðara og rúm fyrir rannsóknir er tengjast m.a. einangrun, þróun, landnámi og framvindu á landi, í hafi og vötnum. Við viljum eindregið hvetja ykkur til þátttöku í ráðstefnunni og að kynna þar rannsóknir ykkar í erindum eða á veggspjöldum. Í kjölfar ráðstefnunnar verða gefin út sérhefti með greinum frá henni. Boðið verður upp á að birta greinar í ritinu BioGeoSciences og Surtsey Research (sjá nánar í 2nd Circular).


Með bestu kveðjum,

f.h. undirbúningsnefndar
Lovísa Ásbjörnsdóttir