Framlengdur skilafrestur á ráðstefnuna, Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra

Við viljum minna á ráðstefnuna “Jarðskjálftar og aðdragandi þeirra”, sem haldin verður í Orkugarði, Grensásvegi 9 , föstudaginn 30. október.

Skilafrestur ágripa hefur verið framlengdur til 14. september, sjá nánari upplýsingar á vef ráðstefnunnar:

http://en.vedur.is/earthquakes-and-volcanism/conferences/jsr-2009

F.h. undirbúningsnefndar, Steinunn S. Jakobsdóttir

Haustráðstefna JFÍ

Í ár varð Sveinn P. Jakobsson, jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, sjötugur. Þótti þetta upplagt tilefni til að tileinka Sveini haustráðstefnu félagsins. Ráðstefnan verður haldin í sal OR að Bæjarhálsi þann 23. október. Fjöldi fyrirlesara mun halda erindi sem tengjast verkum Sveins, með einum eða öðrum hætti. Nánar verður greint frá ráðstefnunni í lok september en félagsmenn beðnir að taka daginn frá.

Sameiginleg doktorsgráða í jarðfræði frá Háskóla Íslands og Université Blaise Pascal í Frakklandi

Þriðjudaginn 25. ágúst mun Dr. Bergrún Arna Óladóttir, jarðfræðingur, kynna doktorsritgerð sína: „Holocene eruption history and magmatic evolution of the subglacial Vatnajökull volcanoes, Grímsvötn, Bárdarbunga and Kverkfjöll, Iceland“ (Gossaga og kvikuþróun á nútíma í eldstöðvum undir Vatnajökli – Grímsvötn, Bárðarbunga og Kverkfjöll).
Dr. Bergrún stundaði doktorsnám samhliða við Université Blaise Pascal í Clermont-Ferrand, Frakklandi, og Háskóla Íslands. Um er að ræða sameiginlega gráðu háskólanna beggja. Dr. Bergrún varði doktorsritgerð sína við háskólann í Clermont-Ferrand, 30. júní síðastliðinn.

Leiðbeinendur Dr. Bergrúnar voru Olgeir Sigmarsson, við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands og við CNRS-Université Blaise Pascal og Guðrún Larsen, við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Sigurður Steinþórsson var umsjónarmaður fyrir hönd Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands með doktorsverkefninu.

Fyrirlesturinn verður haldinn þriðjudaginn, 25. ágúst, kl. 15 í sal N-132 í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands og fer fram á ensku.