Author Archives: admin

Málþing um Jakob H. Líndal

Málþing um Jakob H. Líndal

Víðihlíð  14. apríl 2012

Markmið með málþingi þessu er að kynna líf og starf bóndans og fræðimannsins Jakobs H. Líndal með erindum sérfræðinga á sviði bú-, náttúru- og jarðvísinda.

 

Lítil sýning af munum Jakobs verður í Víðihlíð, þar sem sjá má vinnuaðstöðu hans, dagbækur, kort, steinasafn ofl.

Dagskrá:

Staður og tími: Félagsheimilið Víðihlíð laugardaginn 14. apríl 2012 frá kl. 12.00-17.00.

9.00          Rúta leggur af stað frá N1 Ártúnshöfða-þarf að panta í hana

12.00        Léttur málsverður

13.00        Málþing sett

13.10       Ávarp: Lára Magnúsardóttir forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Norðurlandi

13.30        Magnús Tumi Guðmundsson. Prófessor við jarðvísindasvið Háskóla Íslands-Jarðeðlisfræðingur-Æviágrip Jakobs H. Líndal. Grein sem birtist í jarðfræðiriti Breska jarðfræðifélagsins eftir Jakob.

14.00        Sigríður Friðriksdóttir jarðfræðingur frá Hrísum í Fitjárdal. Jarðfræði Víðidals

14.15        Ólafur Óskarsson. Áhrif Jakobs á íslenskan landbúnað.

14.30        Kaffi og umræður

15.00        Sveinn Jakobsson. Doktor hjá Náttúrustofnun Íslands og bergfræðingur

Berglög sem Jakob rannsakaði víða um land

15.30        Skúli  Skúlason rektor Háskólans á Hólum. Nám og starf Jakobs í Hólaskóla

Nemandinn og kennarinn Jakob H. Líndal

16.00        Tumi Tómasson í boði Veiðfélags Víðidalsár, Doktor hjá Hafrannsóknarstofnun og fiskifræðingur

Jakob H. Líndal var lengi formaður Veiðifélags Víðidals ár og einn af stofnendum

16.30       Þorsteinn Sæmundsson. Doktor í jarðfræði og forstöðumaður hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra

Jakob H. Líndal kennismiður um myndun Vatndalshóla og annarra berghlaupa. Steingervingar í Bakkabrúnum

17.15        Ferð um Víðidalinn

Jarðfræði Víðidals, Borgarvirki, Steingervingar í Bakkabrúnum í Víðidal.

19.00        Hátíðarkvöldverður á Gauksmýri

22.00        Rúta til Reykjavíkur

 

Matseðill á hátíðarkvöldverði

Appelsínumareneraður lax á salatbeði með appelsínusósu

Lamb a´la Gauksmýri

Heimalagaður ís með heitri súkkulaði sósu og rommlegnum rúsínum.

 

Einnig er hægt að panta gistingu á Gauksmýri í síma 451-2927

 

Herbergi fyrir tvo 10.000 kr

Einstaklingsherbergi 7.000 kr

Með góðri kveðju,

F.h. áhugamanna um líf og störf Jakobs H Líndal

_________________________________

Fh. Áhugahópsins Sigríður Hjaltadóttir

Sólbakka

531 Hvammstangi

Vinsamlegast lofaðu okkur að vita hvort þú hefur tök á að vera með okkur,

fyrir 10. apríl n.k, í síma 692-8440 eða 845-2838 og ef þú vilt koma með rútu þarf að panta fyrir 6. apríl og greiða 2000 kr staðfestingagjald.

Doktorsnemi við Jarðvísindastofnun Háskólans

Jarðvísindastofnun Háskólans auglýsir eftir doktorsnema í verkefnið Binding kolefnis í bergi (carbfix.com).  Aðalleiðbeinandi er Sigurður Reynir Gíslason.

Verkefnið Carbfix
Í tilraunaverkefninu á Hellisheiði ætlar hópur vísindamanna og verkfræðinga að fanga koltvíoxíð frá Hellisheiðarvirkjun og breyta því í stein. Koltvíoxíðið verður leyst  í vatni undir töluverðum þrýstingi og kolsýrða vatninu dælt í jarðlög á rúmlega 500 m dýpi í Þrengslum sunnan við Hellisheiðarvirkjun.  Kolsýruvatnið er hvarfgjarnt, þ.e. það leysir efni eins og t.d. kalsíum, magnesíum og járn tiltölulega hratt úr berginu.  Með sýringunni er leysingu bergsins hraðað.  Þegar styrkur þessara efna er orðinn nægjanlegur í vatninu ganga þau í efnasamband við koltvíoxíðið og falla út sem föst efni, steindir. Þar með er koltvíoxíðið bundið og getur verið stöðugt þar í milljónir ára. 

Hæfniskröfur
Doktorsneminn þarf að hafa lokið meistaraprófi í jarðfræði eða efnafræði.

Markmið
Doktorsneminn mun taka þátt í að þróa sýnatöku- og efnagreiningaraðferðir  til þess að sýna fram á bindingu koltvíoxíðs í bergi á Hellisheiði. Hann mun einnig taka þátt í norrænu samstarfsverkefni (sintef.no/Projectweb/NORDICCS/Objectives/)  þar sem meta á hversu mikið kolefni er hægt að binda í bergi norrænu landanna. 
Doktorsverkefnið er styrkt af Evrópusambandinu og norrænum sjóðum.
Laun eru samkv. kjarasamningi fjármálaráðherra og hlutaðeigandi stéttarfélags.

 

Upplýsingar og umsóknarfrestur

Upplýsingar um starfið veitir Magnús Birgisson skrifstofustjóri Jarðvísindastofnunar í síma 525 4492 og netfangi magnusb@hi.is .
Umsóknarfrestur er til 30. apríl og ráðið verður í starfið frá 1. júní 2012.

Umsóknir, sem greina frá menntun og fyrri störfum, birtum greinum og rannsóknaráhuga auk meðmæla skulu sendar til starfsmannasviðs Háskóla Íslands, Aðalbyggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík, eða á netfangið starfsumsoknir@hi.is. Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin.

Vorráðstefna JFÍ 2012

Vorráðstefna JFÍ 30. mars 2012

Hér með er auglýst eftir ágripum erinda og veggspjalda. Skilafrestur ágripa er fimmtudagurinn 15. mars. Taka skal fram hvort óskað er eftir erindi eða veggspjaldi. Ágrip mega vera að hámarki 2 bls. með myndum. Titill erindis verði með feitletruðu 16 pt. Arial (Helvetica), nöfn höfunda í Arial 14. pt. og stofnana í Arial 10 pt. Megintexti verði í Times New Roman, 12 pt. með einföldu línubili. Athugið að texti ágripa er ekki prófarkalesinn. Augljósar villur eru leiðréttar við uppsetningu og frágang en að öðru leyti er texti ágripanna og framsetning hans á ábyrgð höfunda. Ágrip skulu vera á íslensku séu höfundar íslenskir, en útlendingum er heimilt að skila ágripi á ensku. Opinbert tungumál ráðstefnunnar er íslenska, en heimilt er að flytja erindi á ensku. Ágrip sendist á Word-formi til Þorsteins Sæmundssonar (steini@nnv.is). Aðeins er tekið við ágripum frá þeim sem eru þátttakendur á ráðstefnunni og eru skil ágrips ígildi skráningar. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í JFÍ.

Gert er ráð fyrir að flutningur hvers erindis og spurningar að því loknu taki 15 mín. Veggspjöld verða fest á veggi og er miðað við að þau verði komin upp í Öskju kl. 08:45 og verði tekin niður kl. 19:00.

Þátttökugjald er 9.000 kr. fyrir félagsmenn, 12.000 kr. fyrir utanfélagsmenn en framhaldsnemar, sem hvattir eru til þátttöku, greiða einungis 3.000 kr. fyrir mat og kaffi. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt í ráðstefnunni án endur-gjalds, en þeir greiði fyrir annað sem tengist ráðstefnunni. Þeim er þó að sjálfsögðu boðið upp á kaffi í hléum. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldi og eru þátttakendur beðnir um að taka fram við skráningu hvort þeir verði í mat.