Vorráðstefna JFÍ 8. mars 2024

Salur Orkuveitu Reykjavíkur að Bæjarhálsi 1, 23. október 2009

Haustráðstefna Jarðfræðafélags Íslands er að þessu sinni haldin til heiðurs Sveini P. Jakobssyni, jarðfræðingi á Náttúrufræðistofnun Íslands, á 70 ára afmæli hans. Um er að ræða heilsdagsráðstefnu sem stendur frá klukkan 9:00 til 17:00. Dagskrá erinda er hér fyrir neðan. Leitað var til vísindamanna sem á einn eða annan hátt hafa unnið með Sveini eða að svipuðum rannsóknarefnum og hann. Þátttökugjald er 9000 kr. fyrir félagsmenn, 11000 kr. fyrir utanfélagsmenn og 5000 kr fyrir stúdenta. Áréttuð er samþykkt aðalfundar sem heimilar þeim félögum sem eru komnir á eftirlaun að taka þátt á ráðstefnunni án endurgjalds. Hádegisverður er innifalinn í ráðstefnugjaldinu og eru menn beðnir um að tilkynna ef þeir ætla ekki í matinn.
Skráning sendist til Sóleyjar Unnar Einarsdóttur (unnur@mannvit.is) fyrir þriðjudaginn 20. október. Við skráningu þarf að koma fram nafn, heimilisfang, kennitala, greiðandi og hvort viðkomandi er félagsmaður í Jarðfræðafélaginu.

Dagskrá Haustráðstefnu JFÍ, 23. október 2009

09:00 – 09:30     Skráning

Fundarstjóri      Kristín Vorgfjörð

09:30 – 09:40      Setning   Þorsteinn Sæmundsson

09:40 – 09:50      Ávarp   Jón Gunnar Ottósson

09:50 – 10:10      Jarðfræðingurinn Sveinn P. Jakobsson   Sigurður Steinþórsson

10:10 – 10:30      Þættir úr jarðfræði Torfajökuls   Kristján Sæmundsson

10:30 – 11:00      Kaffi

11:00 – 11:20      Eðliseiginleikar móbergstúffs   Hjalti Franzson

11:20 – 11:40      Móbergsmyndanir    Magnús T. Guðmundsson

11:40 – 12:00      Rennsli Gosefna undir jökli    Snorri Páll Snorrason

12:00 – 12:20      Skriðuföll úr móbergsmyndunum   Halldór G. Pétursson

12:20 – 12:40      Einfalt líkan sem skýrir uppruna þriggja bergraða á Íslandi    Olgeir Sigmarsson

12:40 – 13:40      Matur

Fundarstjóri      Þorsteinn Sæmundsson

13:40 – 14:00      Gögn og getsakir um ætterni gjóskulaga    Guðrún Larsen

14:00 – 14:20      Hafsbotnsrannsóknir fyrir Suður- og Suðvesturlandi    Ármann Höskuldsson

14:20 – 14:40      Steingervingar og eldgos    Leifur A. Símonarson

14:40 – 15:00      Jarðhiti á Vestfjörðum – dreifing og uppruni    Haukur Jóhannesson

15:00 – 15:30      Kaffi

15:30 – 15:50      Manngerðir hellar og hellisgerðarberg    Árni Hjartarson

15:50 – 16:10      Flokkun háhitasvæða – jarðfræði, landmótun og yfirborðsummerki jarðhita    Kristján Jónasson

16:10 – 16:30      Móberg og jöklabreytingar: Gögn frá jarðlagasniði á Tjörnesi    Jón Eiríksson

16:30 – 16:50      Nýjar steindir í Vestmannaeyjum og Heklu    Sigurður Sveinn Jónsson

16:50 – 17:00      Samantekt    Sigmundur Einarsson

17:00 – Móttaka til heiðurs Sveini
Dagskráin á pdf